Enski boltinn

Cech þarf að fara í aðgerð vegna olnbogameiðsla

Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea glímir við krónískt vandamál í olnboga. Hann hefur ákveðið að fækka landsleikjum í von um að vandamálið lagist.

Það verður þó ekki auðvelt og þegar er ákveðið að hann fari í aðgerð vegna meiðslanna næsta sumar. Cech hefur samið við tékkneska knattspyrnusambandið um að hann fái frí í vináttulandsleikjum.

"Ég hef verið að glíma við þetta vandamál undanfarin ár og það hefur gengið ágætlega. Vonandi gengur það hjá mér áfram og sú ákvörðun að spila minna með landsliðinu hjálpar mér örugglega," sagði markvörðurinn.

Cech er orðinn þrítugur og hefur verið meðal bestu markvarða heim undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×