Enski boltinn

Rodgers afar ánægður með Sahin

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er afar ánægður með Tyrkjann Nuri Sahin sem hann segir þegar vera farinn að sýna af hverju Rodgers vildi endilega fá hann til félagsins.

Sahin er í láni hjá félaginu frá Real Madrid en hann var valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar árið 2011.

Sahin skoraði um helgina gegn Norwich og lék vel.

"Nuri var snemma frábær leikmaður í Þýskalandi og stóð sig ótrúlega vel með Dortmund. Hann lenti svo í meiðslum og var þess utan að keppa við Sami Khedira, Xabi Alonso og Lassana Diarra. Hann er frábær með boltann, hungraður og vill sanna sig," sagði Rodgers um lánsmanninn.

Sahin var þegar búinn að skora tvö mörk fyrir Liverpool gegn WBA í deildarbikarnum.

"Ég hef fylgst með honum í mörg ár og veit vel hvað hann getur. Hann er með náttúrulega leiðtogahæfileika og hefur gengið vel að aðlagast hjá okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×