Fótbolti

Ísland með stórt stökk á FIFA-listanum

Lagerbäck virðist vera á réttri leið með íslenska liðið.
Lagerbäck virðist vera á réttri leið með íslenska liðið. mynd/vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók stórt stökk á FIFA-listanum í dag og er ekki lengur fyrir ofan hundraðið á listanum. Það hefur ekki gerst í nokkurn tíma.

Ísland er nú í 97. sæti og lækkaði sig um 21 sæti frá síðasta lista. Sigurinn gegn Norðmönnum í undankeppni HM hjálpar þar mikið til.

Ísland er þess utan komið í 39. sæti á Evrópulistanum og bætti stöðu sína þar um fimm sæti.

Spánn er í fyrsta sæti listans, Þýskaland í öðru, Portúgal þriðja, Argentina fjórða og England fimmta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×