Fótbolti

Þóra og Sara hvíldu í öruggum sigri Malmö

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Ernir
Sænsku meistararnir í Malmö lentu ekki í neinum vandræðum með ungverska liðið MTK í síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Leiknum lyktaði með 6-1 sigri Malmö og 10-1 samanlagt. Þjálfari liðsins leyfði sér að hvíla landsliðskonurnar Þóru B. Helgadóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur sem báðar voru á bekknum í kvöld.

Stjarnan mætir rússneska liðinu Zorkiy annað kvöld en fyrri viðureign liðanna lauk með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×