Fótbolti

Avaldsnes hársbreidd frá úrvalsdeildarsæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hólmfríður (6) í leik með íslenska landsliðinu.
Hólmfríður (6) í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Daníel
Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru báðar á skotskónum þegar að Avaldsnes vann 4-2 sigur á Alta í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Avaldsnes er með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar nú þegar fjórar umferðir eru eftir. Liðið getur tryggt sér úrvalsdeildarsætið með jafntefli í næsta leik en þá mætir það Sarpsborg 08 sem nú er í öðru sæti norsku B-deildarinnar.

Björk Björnsdóttir markvörður og Þórunn Helga Jónsdóttir spiluðu allan leikinn fyrir Avaldsnes, sem og þær Kristín Ýr og Hólmfríður.

Avaldsnes hefur unnið sautján af átján leikjum sínum í sumar og er með markatöluna 64-17. Efsta lið deildarinnar fer beint upp í norsku úrvalsdeildina en liðið í öðru sæti þarf að fara í umspil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×