Fótbolti

Ísland vann síðasta leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Guðmundsson.
Gunnar Guðmundsson.
U-17 landslið karla vann í dag 2-0 sigur á Möltu í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2013.

Kristinn Skæringur Sigurjósnsson kom Íslandi yfir á 12. mínútu og Eggert Georg Tómasson skoraði síðara markið úr vítaspyrnu á 29. mínútu.

Ísland hafði áður tapað fyrir Portúgal og Noregi sem komust bæði áfram upp úr riðlinum. Ísland hafnaði í þriðja sæti en Malta í því neðsta.

Þjálfari íslenska liðsins er Gunnar Guðmundsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×