Enski boltinn

Liverpool sagt hafa áhuga á leikmanni PSV

Liverpool er í dag orðað við Belgann Dries Mertens sem er vængmaður hjá PSV Eindhove. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er sagður hafa verið hrifinn af leikmanninum lengi.

Mertens er 25 ára gamall og metinn á 10 milljónir punda. Hann er samningsbundinn PSV til ársins 2016 þannig að Liverpool þarf að opna veskið ef liðið gerir alvöru úr því að kaupa hann.

Rodgers vantar sárlega fleiri valkosti á vængjunum hjá sér þar sem Fabio Borini og Raheem Sterling eru fyrstir í liðið.

Fleiri félög hafa sýnt áhuga á leikmanninum og gæti orðið harður bardagi um hann í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×