Enski boltinn

Chelsea lék sér að Norwich | Öll úrslit dagsins

Torres átti fínan leik í dag.
Torres átti fínan leik í dag.
Chelsea er komið með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea vann afar fyrirhafnarlítinn stórsigur á Norwich í dag.

Grant Holt kom Norwich óvænt yfir með glæsilegu skoti í teignum eftir smekklega sókn. Chelsea spýtti í lófana og Torres var ekki lengi að jafna með laglegu skallamarki.

Lampard kom svo Chelsea yfir og Eden Hazard breytti stöðunni í 3-1 fyrir hlé eftir magnaða skyndisókn.

Chelsea hægði aðeins á sér í síðari hálfleik en Ivanovic skoraði með föstu skoti í teignum korteri fyrir leikslok og fullkomnaði sýningu Chelsea-liðsins sem hafði gríðarlega yfirburði í leiknum.

Pavel Pogrebnyak er með einstaka nýtingu í ensku deildinni en hann er búinn að skora átta mörk í ellefu skotum í deildinni. Mark hans dugði ekki til sigurs að þessu sinni gegn Swansea en þar skoraði Michu sitt fimmta mark í sjö skotum í deildinni.

Úrslit:

Chelsea-Norwich  4-1

0-1 Grant Holt (11.), 1-1 Fernando Torres (13.), 2-1 Frank Lampard (22.), 3-1 Eden Hazard (31.), 4-1 Branislav Ivanovic (75.)

Swansea-Reading  2-2

0-1 Pavel Pogrebnyak (30.), 0-2 Noel Hunt (44.), 1-2 Michu (71.), 2-2 Wayne Routledge (78.)

WBA-QPR  3-2

1-0 James Morrison (4.), 2-0 Zoltan Gera (21.), 2-1 Adel Taarabt (35.), 3-1 Youssuf Mulumbu (85.), 3-2 Esteban Granero (90.+2)

Wigan-Everton  2-2

1-0 Arouna Koné (10.) 1-1 Nikica Jelavic (11.), 2-1 Franco di Santo (23.), 2-2 Leighton Baines, víti (86.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×