Enski boltinn

Walcott fær að spila í fremstu víglínu

Theo Walcott, leikmaður Arsenal, hefur lengi kvartað yfir því að honum líki ekki að spila á kantinum og segist vera betri sem framherji.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú ákveðið að bænheyra leikmanninn og leyfa honum að spreyta sig í fremstu víglínu.

"Ég gerði það sama við Henry og Van Persie og ég mun gera það líka við Walcott. Ég er ekki búinn að ákveða hvenær en ég mun láta reyna á þetta," sagði Wenger.

Walcott hefur ekki spilað mikið í vetur en hann hefur verið í launadeilu við félagið og ekki skrifað undir nýjan samning en hann verður samningslaus næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×