Fótbolti

Guðjón valinn í hópinn í stað Arons

Guðjón í leik með KR.
Guðjón í leik með KR.
Framherjinn Guðjón Baldvinsson, leikmaður Halmstad, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu í stað Arons Jóhannssonar sem er meiddur.

Landsliðið kemur saman á þriðjudag og Guðjón kemur það heitur inn eftir að hafa skorað 15 mörk fyrir Halmstad á tímabilinu.

Ísland á að spila tvo leiki í undankeppni HM. Fyrst gegn Albaníu ytra á föstudag og svo á heimavelli gegn Sviss á þriðjudag eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×