Fótbolti

Hænur og dauður hundur á markmannsæfingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/KSÍ
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Albaníu þar sem liðið mun mæta heimamönnum í undankeppni HM 2014 á föstudagskvöldið.

Gunnleifur Gunnleifsson, annar markvarða landsliðsins, sagði á Facebook-síðu sinni í kvöld að þeir hefðu æft við nokkuð sérstakar aðstæður í dag.

„Fór á markmannsæfingu hér í Albaníu. Við Hannes Þór Halldórsson æfðum á velli þar sem hænur og dauður hundur(allavega hreyfði hann sig ekki) voru bara hinum megin við línuna!! Alveg eðlilegt hérna!"

Hér fyrir ofan má sjá skemmtilegar myndir sem voru birtar á Facebook-síðu KSÍ í dag.

Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×