Blatter sat fyrir svörum í Laugardalnum 9. október 2012 11:58 Mynd/Pjetur Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Þar voru hin ýmsu málefni tengd FIFA rædd. Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að sjá nýjustu upplýsingar frá blaðamanni Vísis á staðnum.12.40: Blatter færir KSÍ gjöf. Þar með er fundinum lokið.12.38: „Ertu frá Sviss? Já, þú ert frá Sviss. Ég er hlutlaus. Ég er alþjóðlegur," sagði Blatter. „Ég vonaðist til að þú myndir ná leiknum gegn Sviss," sagði Geir við Blatter. „Það gekk vel síðast - við unnum Rússa."Blatter: „Nei, ég ætla ekki að vera ráðgjafi svissneska landsliðsins. En miðað við það sem ég hef séð og finnst merkilegt hversu gott skipulag ríkir hér. Þjálfaramálin eru í mjög góðum málum og er það grundvallaratriði. Þetta er ekki svona í öllum löndum. Ég veit til þess að í sumum héröðum í Sviss fást ekki knattspyrnuþjálfarar til að starfa með börnum." „Ísland á marga góða knattspyrnumenn víða um Evrópu. 60 atvinnumenn. Albert Guðmundsson var brautryðjandi og mikil goðsögn. Ég óska Íslandi góðs gengis gegn Albaníu og Sviss."12.37: Blaðamaður frá Sviss spyr - hvað fannst þér merkilegast við íslenska knattspyrnu?12.36: Hann segir aftur frá kynningu Sigurður Ragnars og hvað honum fannst mikið til koma.12.35: „Ég held að þið ættuð að byrja á EM. Lágmarksfjöldi liða á mótum er sextán þjóðir. Til þess þarf marga leikvanga. Nú fer HM U-17 kvenna fram í Aserbaídsjan þar sem gott starf hefur verið unnið. Ef að yngri landslið kvenna kemst einhvern daginn í lokakeppni á vegum FIFA - þá væri það fyrsta skrefið."12.35: Á Ísland möguleika á að Ísland haldi HM fyrir smærri þjóðir?12.34: Er búið að slá vetarkeppni af borðinu fyrir HM 2022 í Katar. „Eins og málin standa þá eru allt þetta vangaveltur. Við hjá FIFA höfum ekki fengið neinar bónir eða kröfur frá Katar um að breyta keppnisdagsetningum."12.33: „Þetta mál er margra ára gamalt. Það er nú höndum framkvæmdarstjórnar FIFA að taka ákvörðun um frekari rannsóknir. Ég krafðist þess. Það er ekki í mínum höndum og get ekki svarað þessari spurningu."12.32: Spurður um ISL mútumálið, þar sem fyrrum forseti FIFA hafi þegið mútur. Voru viðbrögð Blatter röng?12.30: „Þetta er í fyrsta sinn sem knattspyrnan fer til Austur-Evrópu. Íþróttir voru síðast þegar Ólympíuleikar voru haldnir í Rússlandi árið 1980. Við vorum þar í síðustu viku, þar sem við tilkynntum keppnisborgir. Ellefu borgir voru tilkynntar. Þeir munu skila af sér mjög góðri HM. Síðar í framtíðinni förum til Arabíulandanna."12.29: Blatter ræðir einnig um Álfukeppnina sem haldin verður í Brasilíu á næsta landi. Það verður prófraun fyrir HM 2014. Hann er núna löngu kominn út fyrir efnið og byrjaður að ræða um praktíska hluti keppninnar - í hvaða borgum leikið verður og svo framvegis.12.28: „Menning þessara landa er allt öðruvísi en í Evrópu. Það eru mörg vandamál í þessum löndum og knattspyrnan getur ekki leyst þau öll. Brasilía er þó á uppleið og er sjötta stærsta efnahagsveldi í heiminum. Ef Brasilía vill spila á sinn máta geta þeir orðið heimsmeistarar. Ef þeir vilja spila evrópskan stíl þá verður Evrópuland heimsmeistari."12.27: „Þetta var líka sagt fyrir HM í Suður-Afríku. Glæpatíðnin jókst aldrei. Nú förum við Brasilíu. Þar búa 200 milljónir. HM verður öruggt. En það er ekki hægt að tryggja öryggi landsins fyrir eða eftir HM. Ólympíuleikar fara líka fram í Brasilíu árið 2014. Yfirvöld í Brasilíu munu gera allt sem þau geta til að stemma við glæpum."12.26: Blatter er spurður um glæpatíðni í Brasilíu og Rússlandi, þar sem næstu HM fara fram.12.25: Blatter heldur áfram að segja frá góðgerðarstarfi FIFA um allan heim. Blatter svarar hverri spurning í löngu máli og veður úr einu í annað.12.23: „Þegar Suður-Afríka fékk HM árið 2004, var lýðveldið aðeins tíu ára gamalt. Eftir HM er landið nú hluti af alþjóðlegu samfélagi sem Indland, Suður-Kórea og Brasilía er í. Efnahagurinn hefur stórbatnað. Auðvitað er enn mikið starf sem á eftir að vinna í Suður-Afríku. Við erum enn að leggja okkar af mörkum þar, sem og í fleiri löndum víða um heim."12.22: Blatter er spurður um HM 2010 í Suður-Afríku.12.20: „Það eru háar og miklar fjárhæðir í knatspyrnunni. Bæði hjá okkur og félögunum. Freistingarnar eru miklar. En 70 prósent teknanna rata beint og óbeint til aðildarsambandanna, til að efla íþróttina um allan heim. En það er ómögulegt að fylgjast með hverjum eyri og hvert hann ratar. En við þurfum samstöðu og líka af hálfu fjölmiðla. Ég er heiðursmeðlimur í AIPS (Alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna) en ég sit því miður hérna megin við borðið, þótt ég sé einn ykkar."12.18: „Mér hefur verið tekið vel af landshöfðingjum hvert sem ég fer. Ég, og FIFA, erum ekki vinsæl alls staðar. Það er ómögulegt að gera öllum til geðs. Það er allt í lagi að gagnrýna. Ekki gleyma að það eru óvinir í þessari íþrótt, eins og ég svaraði áðan."12.16: „Það fer eftir sjónarhóli hvers og eins. Sums staðar í heiminum höfum við fengið mjög góð viðbrögð við okkar starfi, sérstaklega í tengslum við heimsmeistarakeppnir. Það eru 300 milljón iðkendur í heiminum. Það er eins og stór heimsálfa og stórt land. FIFA getur ekki borið ábyrgð á gjörðum þeirra allra. En við tókum þá ákvörðun árið 2010, eftir HM, að efla starf siðnefndar. Sex meðlimir í framkvæmdarstjórn FIFA hafa stigið frá borði."12.16: Hvað er orðspor FIFA í heiminum?12.15: Hann segir frá stríðsátökum í Sýrlandi og Afganistan. „En þar er samt verið að spila knattspyrnu. Írak varð Asíumeistari þrátt fyrir stríðið þar. Það eru kvennalið í Palestínu. Við erum að reyna að hjálpa þeim. Við vinnum líka með knattspyrnuyfirvöldum í Ísrael. Allt þetta virkar. Samstaða er lykilatriðið. Þetta er ekki auðvelt en þetta er hægt."12.14: Hann ræðir um veðmálahneyksli í Finnlandi. „Þar voru menn settir í fangelsi. Í mafíunni á Ítalíu má enginn segja frá. En í Finnlandi tók það yfirvöld ekki langan tíma að bregðast við."12.11: „Það er hægt að bera okkur saman við besta leikhús sögunnar - gríska leikhúsið og svo framvegis. Í sögum - leikritum og kvikmyundum - þekkir maður þemað. En ekki í knattspyrnunni. Hættan leynist víða en stærsta ógnin er hagræðing úrslita. Við höfum reynt að berjast við þennan óvin en ég tel að besta vopnið okkar sé samstaða í knattspyrnufjölskyldunni. Ef fjölskyldan er góð þá tekst það. Það á að koma óprúttnum aðilum í dómskerfið og í fangelsi."12.11: Spurning: Hvað, að þínu mati, er mesta ógn gagnvart knattspyrnunni í dag?12.09: „Ég sá flekana, þar sem Asía hittir Ameríku. Ísland er í miðjunni og út frá landfræðinni - og sögunni - ætti Ísland að vera mikilvægasta land Evrópu," sagði Blatter. „Þú meinar Ameríku og Evrópu," sagði Geir. „Nei. Leyfðu mér að klára," sagði Blatter þá um hæl áður en hann kláraði mál sitt.12.08: „Ég veit að efnahagurinn á Íslandi hefur ekki verið upp á sitt besta. Hann er á uppleið, samt sem áður. En knattspyrnan hefur alltaf haldið sínu striki."12.07: „Ég sá æfingar í gær, þar sem ungir krakkar - allt niður í 4-5 ára aldur - voru að æfa. Þetta voru góðar æfingar. Ég hef aldrei séð jafn frábært og skilvirkt knattspyrnustarf í jafn fámennu landi og Íslandi."12.06: „Ég óska kvennalandsliðinu góðs gengis gegn Úkraínu í umspilinu fyrir EM 2013. Ég myndi líka Úkraínu góðs gengis en ég er hér núna."12.04: „Sigurður Ragnar Eyjólfsson flutti fyrir okkur fyrirlestur um íslenska knattspyrnu. Ég hef séð hversu metnaðargjörn starfssemi er til staðar hér á landi í málefnum knattspyrnunnar. Hér eru mjög margir sem stunda íþróttina. Ég fékk svo að sjá það berum augum hversu góðir þjálfararnir eru. Allir þjálfarar eru vel menntaðir. Ef þetta heldur áfram á þessari braut, með þennan metnað að leiðaraljósi, er enginn vafi í mínum huga að það mun bera árangur í framtíðinni."12.04: Blatter segir frá fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra.12.03: „Þetta er í annað skipti sem ég kem til Íslands sem forseti FIFA. Ég sá sögufrægan leik síðast þegar ég var hér. Þá vann Ísland sögulegan sigur á Rússlandi. Ég man vel hvar ég sat og ég man eftir markinu."12.03: Blatter kynnir aðra FIFA-menn til leiks.12.02: „Dömur mínur og herrar. Það er mér mikil ánægja að vera hér með ykkur í nokkur andartök. Hér stend ég ykkur til boða og svara spurningum ykkar um fótbolta, bæði hér á landi og alþjóðlega," segir Blatter. „"12.01: „Það er KSÍ mikill heiður að fá forseta FIFA hingað til lands. Hann kom í gær, hitti menntamálaráðherra og hlýddi á fyrirlestur um íslenska knattspyrnu. Hann sótti líka æfingar hjá yngri flokkum HK og Breiðabliks og lauk svo deginum með því að funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, foresta. Í morgun skoðaði hann svo Þingvelli."12.00: Fundurinn er settur á slaginu. Ekkert bull hér. Geir fær orðið.11.59: Blatter er sestur á sinn stað. Honum á hægri hönd er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Þó nokkuð er um jakkafataklædda menn í salnum sem eru greinilega FIFA-menn. Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Þar voru hin ýmsu málefni tengd FIFA rædd. Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að sjá nýjustu upplýsingar frá blaðamanni Vísis á staðnum.12.40: Blatter færir KSÍ gjöf. Þar með er fundinum lokið.12.38: „Ertu frá Sviss? Já, þú ert frá Sviss. Ég er hlutlaus. Ég er alþjóðlegur," sagði Blatter. „Ég vonaðist til að þú myndir ná leiknum gegn Sviss," sagði Geir við Blatter. „Það gekk vel síðast - við unnum Rússa."Blatter: „Nei, ég ætla ekki að vera ráðgjafi svissneska landsliðsins. En miðað við það sem ég hef séð og finnst merkilegt hversu gott skipulag ríkir hér. Þjálfaramálin eru í mjög góðum málum og er það grundvallaratriði. Þetta er ekki svona í öllum löndum. Ég veit til þess að í sumum héröðum í Sviss fást ekki knattspyrnuþjálfarar til að starfa með börnum." „Ísland á marga góða knattspyrnumenn víða um Evrópu. 60 atvinnumenn. Albert Guðmundsson var brautryðjandi og mikil goðsögn. Ég óska Íslandi góðs gengis gegn Albaníu og Sviss."12.37: Blaðamaður frá Sviss spyr - hvað fannst þér merkilegast við íslenska knattspyrnu?12.36: Hann segir aftur frá kynningu Sigurður Ragnars og hvað honum fannst mikið til koma.12.35: „Ég held að þið ættuð að byrja á EM. Lágmarksfjöldi liða á mótum er sextán þjóðir. Til þess þarf marga leikvanga. Nú fer HM U-17 kvenna fram í Aserbaídsjan þar sem gott starf hefur verið unnið. Ef að yngri landslið kvenna kemst einhvern daginn í lokakeppni á vegum FIFA - þá væri það fyrsta skrefið."12.35: Á Ísland möguleika á að Ísland haldi HM fyrir smærri þjóðir?12.34: Er búið að slá vetarkeppni af borðinu fyrir HM 2022 í Katar. „Eins og málin standa þá eru allt þetta vangaveltur. Við hjá FIFA höfum ekki fengið neinar bónir eða kröfur frá Katar um að breyta keppnisdagsetningum."12.33: „Þetta mál er margra ára gamalt. Það er nú höndum framkvæmdarstjórnar FIFA að taka ákvörðun um frekari rannsóknir. Ég krafðist þess. Það er ekki í mínum höndum og get ekki svarað þessari spurningu."12.32: Spurður um ISL mútumálið, þar sem fyrrum forseti FIFA hafi þegið mútur. Voru viðbrögð Blatter röng?12.30: „Þetta er í fyrsta sinn sem knattspyrnan fer til Austur-Evrópu. Íþróttir voru síðast þegar Ólympíuleikar voru haldnir í Rússlandi árið 1980. Við vorum þar í síðustu viku, þar sem við tilkynntum keppnisborgir. Ellefu borgir voru tilkynntar. Þeir munu skila af sér mjög góðri HM. Síðar í framtíðinni förum til Arabíulandanna."12.29: Blatter ræðir einnig um Álfukeppnina sem haldin verður í Brasilíu á næsta landi. Það verður prófraun fyrir HM 2014. Hann er núna löngu kominn út fyrir efnið og byrjaður að ræða um praktíska hluti keppninnar - í hvaða borgum leikið verður og svo framvegis.12.28: „Menning þessara landa er allt öðruvísi en í Evrópu. Það eru mörg vandamál í þessum löndum og knattspyrnan getur ekki leyst þau öll. Brasilía er þó á uppleið og er sjötta stærsta efnahagsveldi í heiminum. Ef Brasilía vill spila á sinn máta geta þeir orðið heimsmeistarar. Ef þeir vilja spila evrópskan stíl þá verður Evrópuland heimsmeistari."12.27: „Þetta var líka sagt fyrir HM í Suður-Afríku. Glæpatíðnin jókst aldrei. Nú förum við Brasilíu. Þar búa 200 milljónir. HM verður öruggt. En það er ekki hægt að tryggja öryggi landsins fyrir eða eftir HM. Ólympíuleikar fara líka fram í Brasilíu árið 2014. Yfirvöld í Brasilíu munu gera allt sem þau geta til að stemma við glæpum."12.26: Blatter er spurður um glæpatíðni í Brasilíu og Rússlandi, þar sem næstu HM fara fram.12.25: Blatter heldur áfram að segja frá góðgerðarstarfi FIFA um allan heim. Blatter svarar hverri spurning í löngu máli og veður úr einu í annað.12.23: „Þegar Suður-Afríka fékk HM árið 2004, var lýðveldið aðeins tíu ára gamalt. Eftir HM er landið nú hluti af alþjóðlegu samfélagi sem Indland, Suður-Kórea og Brasilía er í. Efnahagurinn hefur stórbatnað. Auðvitað er enn mikið starf sem á eftir að vinna í Suður-Afríku. Við erum enn að leggja okkar af mörkum þar, sem og í fleiri löndum víða um heim."12.22: Blatter er spurður um HM 2010 í Suður-Afríku.12.20: „Það eru háar og miklar fjárhæðir í knatspyrnunni. Bæði hjá okkur og félögunum. Freistingarnar eru miklar. En 70 prósent teknanna rata beint og óbeint til aðildarsambandanna, til að efla íþróttina um allan heim. En það er ómögulegt að fylgjast með hverjum eyri og hvert hann ratar. En við þurfum samstöðu og líka af hálfu fjölmiðla. Ég er heiðursmeðlimur í AIPS (Alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna) en ég sit því miður hérna megin við borðið, þótt ég sé einn ykkar."12.18: „Mér hefur verið tekið vel af landshöfðingjum hvert sem ég fer. Ég, og FIFA, erum ekki vinsæl alls staðar. Það er ómögulegt að gera öllum til geðs. Það er allt í lagi að gagnrýna. Ekki gleyma að það eru óvinir í þessari íþrótt, eins og ég svaraði áðan."12.16: „Það fer eftir sjónarhóli hvers og eins. Sums staðar í heiminum höfum við fengið mjög góð viðbrögð við okkar starfi, sérstaklega í tengslum við heimsmeistarakeppnir. Það eru 300 milljón iðkendur í heiminum. Það er eins og stór heimsálfa og stórt land. FIFA getur ekki borið ábyrgð á gjörðum þeirra allra. En við tókum þá ákvörðun árið 2010, eftir HM, að efla starf siðnefndar. Sex meðlimir í framkvæmdarstjórn FIFA hafa stigið frá borði."12.16: Hvað er orðspor FIFA í heiminum?12.15: Hann segir frá stríðsátökum í Sýrlandi og Afganistan. „En þar er samt verið að spila knattspyrnu. Írak varð Asíumeistari þrátt fyrir stríðið þar. Það eru kvennalið í Palestínu. Við erum að reyna að hjálpa þeim. Við vinnum líka með knattspyrnuyfirvöldum í Ísrael. Allt þetta virkar. Samstaða er lykilatriðið. Þetta er ekki auðvelt en þetta er hægt."12.14: Hann ræðir um veðmálahneyksli í Finnlandi. „Þar voru menn settir í fangelsi. Í mafíunni á Ítalíu má enginn segja frá. En í Finnlandi tók það yfirvöld ekki langan tíma að bregðast við."12.11: „Það er hægt að bera okkur saman við besta leikhús sögunnar - gríska leikhúsið og svo framvegis. Í sögum - leikritum og kvikmyundum - þekkir maður þemað. En ekki í knattspyrnunni. Hættan leynist víða en stærsta ógnin er hagræðing úrslita. Við höfum reynt að berjast við þennan óvin en ég tel að besta vopnið okkar sé samstaða í knattspyrnufjölskyldunni. Ef fjölskyldan er góð þá tekst það. Það á að koma óprúttnum aðilum í dómskerfið og í fangelsi."12.11: Spurning: Hvað, að þínu mati, er mesta ógn gagnvart knattspyrnunni í dag?12.09: „Ég sá flekana, þar sem Asía hittir Ameríku. Ísland er í miðjunni og út frá landfræðinni - og sögunni - ætti Ísland að vera mikilvægasta land Evrópu," sagði Blatter. „Þú meinar Ameríku og Evrópu," sagði Geir. „Nei. Leyfðu mér að klára," sagði Blatter þá um hæl áður en hann kláraði mál sitt.12.08: „Ég veit að efnahagurinn á Íslandi hefur ekki verið upp á sitt besta. Hann er á uppleið, samt sem áður. En knattspyrnan hefur alltaf haldið sínu striki."12.07: „Ég sá æfingar í gær, þar sem ungir krakkar - allt niður í 4-5 ára aldur - voru að æfa. Þetta voru góðar æfingar. Ég hef aldrei séð jafn frábært og skilvirkt knattspyrnustarf í jafn fámennu landi og Íslandi."12.06: „Ég óska kvennalandsliðinu góðs gengis gegn Úkraínu í umspilinu fyrir EM 2013. Ég myndi líka Úkraínu góðs gengis en ég er hér núna."12.04: „Sigurður Ragnar Eyjólfsson flutti fyrir okkur fyrirlestur um íslenska knattspyrnu. Ég hef séð hversu metnaðargjörn starfssemi er til staðar hér á landi í málefnum knattspyrnunnar. Hér eru mjög margir sem stunda íþróttina. Ég fékk svo að sjá það berum augum hversu góðir þjálfararnir eru. Allir þjálfarar eru vel menntaðir. Ef þetta heldur áfram á þessari braut, með þennan metnað að leiðaraljósi, er enginn vafi í mínum huga að það mun bera árangur í framtíðinni."12.04: Blatter segir frá fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra.12.03: „Þetta er í annað skipti sem ég kem til Íslands sem forseti FIFA. Ég sá sögufrægan leik síðast þegar ég var hér. Þá vann Ísland sögulegan sigur á Rússlandi. Ég man vel hvar ég sat og ég man eftir markinu."12.03: Blatter kynnir aðra FIFA-menn til leiks.12.02: „Dömur mínur og herrar. Það er mér mikil ánægja að vera hér með ykkur í nokkur andartök. Hér stend ég ykkur til boða og svara spurningum ykkar um fótbolta, bæði hér á landi og alþjóðlega," segir Blatter. „"12.01: „Það er KSÍ mikill heiður að fá forseta FIFA hingað til lands. Hann kom í gær, hitti menntamálaráðherra og hlýddi á fyrirlestur um íslenska knattspyrnu. Hann sótti líka æfingar hjá yngri flokkum HK og Breiðabliks og lauk svo deginum með því að funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, foresta. Í morgun skoðaði hann svo Þingvelli."12.00: Fundurinn er settur á slaginu. Ekkert bull hér. Geir fær orðið.11.59: Blatter er sestur á sinn stað. Honum á hægri hönd er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Þó nokkuð er um jakkafataklædda menn í salnum sem eru greinilega FIFA-menn.
Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti