Enski boltinn

Rodgers: Suárez fær ósanngjarna meðferð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, stendur þétt við bakið á framherja sínum Luis Suárez og vill meina að hann fái óverðskuldaða meðferð frá dómurum deildarinnar, sem á áhorfendum andstæðingana.

Rodgers vildi meina að Suárez hefði átt að fá vítaspyrnu í leik liðsins gegn Norwich sem þeir unnu örugglega 5-2 um helgina.

Suárez skoraði þrennu í leiknum í gær auk þess sem hann lagði upp eitt mark. Rodgers stýrði því Liverpool í fyrsta sigur leik sínum í ensku úrvalsdeildinni með félagið.

„Hann hefur ótrúlega hæfileika en það virðist margt vera á móti honum í leikjum. Það er til skammar þar sem þetta er virkilega góður strákur sem á ekki skilið svona meðferð," sagði Rodgers.

„Þegar ég horfi yfir leik okkar í heild sinni um helgina þá lékum við stórkostlega. Það kom mér ekki á óvart þar sem mikill stígandi hefur verið í okkar leik að undanförnu."

„Það er samt sem áður augljóst að Suárez fær ekki dóma með sér. Ef það var rétt að gefa Valencia víti um síðustu helgi gegn okkur þá var þetta klárlega víti í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×