Enski boltinn

Liverpool hefur ekki tapað í síðustu fimm leikjum á móti Manchester United á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt fagnar sigurmarki sínu á móti Man. United í enska bikarnum á síðustu leiktíð.
Dirk Kuyt fagnar sigurmarki sínu á móti Man. United í enska bikarnum á síðustu leiktíð. Mynd/AFP
Liverpool tekur á móti Manchester United á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur enn ekki unnið deildarleik á tímabilinu en því verða stuðningsmenn félagsins fljótir að fyrirgefa ef liðinu tekst að vinna erkifjendurna í dag.

Leikurinn hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Sport 2 HD en á undan leiknum er hálftíma upphitunarþáttur með Guðmundi Benediktssyni.

Það vekur vissulega athygli og gefur Liverpool mönnum von í dag að Liverpool-liðið hefur ekki tapað í síðustu fimm heimaleikjum sínum á móti Manchester United og fjórir þeirra hafa unnist.

Manchester United vann síðasta sigur á Anfield 16. desember 2007 þegar Carlos Tevez tryggði liðinu 1-0 sigur í deildarleik. United hafði einnig unnið 1-0 sigur á Anfield í mars á því sama ári en þá skoraði John O'Shea sigurmarkið í uppbótartíma.

Síðustu fimm leikir Liverpool og Manchester United á Anfield:

28. janúar 2012 (bikarinn) Liverpool vann 2-1

(Agger 21., Kuyt 88. - Park 39.)

15. október 2011 (deildin) 1-1 jafntefli

(Gerrard 68. - Hernández 81.)

6. mars 2011 (deildin) Liverpool vann 3-1

(Kuyt 3 (34., 39., 65.) - Hernández 90.)

25. október 2009 (deildin) Liverpool vann 2-0

(Torres 65., N'Gog 90.+6)

13. september 2008 (deildin) Liverpool vann 2-1

(Sjálfsmark 27., Babel 77. - Tévez 3.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×