Fótbolti

Magnað jöfnunarmark markvarðar í frönsku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ali Ahamada, 21 árs gamall markvörður Toulouse, var hetja sinna manna í frönsku úrvalsdeildinni í dag en ekki á þeim enda vallarins sem flestir myndu búast við. Ahamada tryggði sínu liði nefnilega 2-2 jafntefli á móti Rennes með marki í uppbótartíma.

Ahamada fór fram í aukaspyrnu þegar fimm mínútur voru liðnar af uppbótartíma og sýndi mikil tilþrif þegar hann skallaði boltann aftur fyrir sig og í markið.

Það varð allt vitlaust á vellinum þegar Ali Ahamada skoraði enda Toulouse á heimavelli og liðið var búið að vera undir frá 65. mínútu leiksins. Ahamada fagnaði markinu með því að stökkva yfir auglýsingaskilti og hlaupa upp að áhorfendapöllunum þar sem honum var vel fagnað.

Það er hægt að sjá þetta frábæra og dýrmæta jöfnunarmark með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×