Enski boltinn

Enginn Nemanja Vidic hjá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nemanja Vidic.
Nemanja Vidic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, verður ekki með liðinu á móti Liverpool á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Jonny Evans og Rio Ferdinand byrja því í miðvarðarstöðunum hjá Sir Alex Ferguson. Nemanja Vidic er ekki í hópnum og það bendir allt til þess að hann sé frá vegna meiðsla.

Anders Lindegaard kemur inn fyrir David de Gea í markið hjá United, Ryan Giggs byrjar líka leikinn sem og þeir Robin van Persie og Shinji Kagawa. Giggs verður með fyrirliðabandið og mun því sleppa 96 blöðrum fyrir leikinn ásamt Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool.

Jonjo Shelvey tryggði sér sæti í byrjunarliði Liverpool með því að skora tvö mörk á móti Young Boys í Evrópudeildinni í vikunni en auk hans verða Fabio Borini, Luis Suarez og Raheem Sterling einnig í byrjunarliðinu í dag.

Byrjunarlið Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger, Johnson, Gerrard, Allen, Shelvey, Borini, Suarez, Sterling. Varamenn: Jones, Jose Enrique, Sahin, Assaidi, Henderson, Carragher, Fernandez Saez.

Byrjunarlið Man Utd: Lindegaard, Da Silva, Ferdinand, Evans, Evra, Carrick, Giggs, Valencia, Kagawa, Nani, van Persie. Varamenn: De Gea, Anderson, Hernandez, Welbeck, Scholes, Cleverley, Buttner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×