Enski boltinn

Ryan Giggs: Höfum spilað betur hérna síðustu ár án þess að fá neitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs fagnar hér með félögum sínum í United á Anfield í dag.
Ryan Giggs fagnar hér með félögum sínum í United á Anfield í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ryan Giggs og félagar í Manchester United lönduðu 2-1 sigri á erkifjendum sínum í Liverpool á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool lék manni færri í rúmar 50 mínútur og sigurmark United kom úr umdeildri vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok.

„Undanfarin þrjú til fjögur ár höfum við komið hingað og spilað betur án þess að uppskera neitt og stundum þróast þetta þannig," sagði Ryan Giggs við BBC eftir leikinn.

„Það er alltaf erfitt að halda boltanum á móti liði eins og Liverpool. Okkur gekk illa að halda boltanum en það var frábært að sjá á eftir skotinu hans Rafael fara í markið og það mark kveikti í okkur," sagði Giggs.

„Það er alltaf erfitt að spila á Anfield. Liverpool ætlaði að sér að spila vel í þessum leik vegna tilefnisins og liðið gerði það. Þeir spiluðu vel en við getum spilað betur," sagði Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×