Enski boltinn

Halsey fékk slæmar kveðjur á Twitter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Tveir stuðningsmenn Liverpool gengu of langt í skrifum sínum á Twitter um knattspyrnudómarann Mark Halsey í gær.

Halsey var dómari leiks Liverpool gegn Manchester United í gær. United vann leikinn, 2-1, eftir að umdeildar ákvarðanir Halsey. Hann rak Jonjo Shelvey af velli í fyrri hálfleik og dæmdi svo vítaspyrnu undir lok leiksins.

Halsey greindist með krabbamein í hálsi árið 2009 en sneri aftur í dómgæslu í mars árið 2010.

„Ég vona að Mark Halsey fái krabbamein aftur og deyi," skrifaði @johnwareing1 á Twitter-síðu sína í gær. „Mark Helsey hefði átt að deyja vegna krabbameins," skrifaði @lfcjohn259. Báðum ummælum hefur verið eytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×