Enski boltinn

Mancini neitar því ekki að hafa stuggað við Balotelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var loðinn í tilsvörum þegar hann var spurður um þær sögusagnir að hann hefði ýtt við Mario Balotelli eftir leik liðsins gegn Arsenal um helgina.

Liðin gerðu jafntefli, 1-1, en Balotelli kom inn á sem varamaður þegar lítið var eftir af leiknum. Eftir leikinn virtist Mancini hafa ýtt við ítalska sóknarmanninum þegar þeir gengu til búningsklefa eftir leikinn.

„Ég man ekki hvað gerðist," sagði Mancini spurður um atvikið. „Ég veit ekki hvort hann vildi spyrja mig að einhverju en það skipti engu máli. Líklega hefur hann verið óánægður með að hafa spilað svona lítið. Ég mun ræða við hann."

Balotelli var ekki í leikmannahópi City þegar liðið lék gegn Real Madrid í síðustu viku og fóru þá sögusagnir á kreik um að þeir væru ósáttir. Mancini hefur neitað því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×