Enski boltinn

Villas-Boas: Friedel enn aðalmarkvörður Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, segir að hinn 41 árs Brad Friedel sé enn aðalmarkvörður Tottenham en sá síðarnefndi átti góðan leik í 2-1 sigri á QPR um helgina.

Friedel varði glæsilega í tvígang og átti sinn þátt í því að Tottenham vann leikinn. Mikil samkeppni er um markvarðastöðuna í liðinu því félagið keyti franska landsliðsmarkvörðinn Hugo Lloris í sumar.

Villas-Boas lofaði Friedel eftir leikinn og sagði að það myndi þurfa meira en einn slæman leik til að taka Friedel úr liðinu.

„Við höfum komið þeim skilaboðum til Hugo að við munum ekki setja Brad úr liðinu um leið og hann á slæman dag. Það verður að fara mjög varlega að í svona málum," sagði Villas-Boas.

„Við efumst ekki um hæfileika Hugo en það verður líka að hrósa leikmönnum þegar þeir standa sig vel. Hugo mun fá sín tækifæri," bætti hann við en Lloris varði mark Tottenham í Evrópudeildinni í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×