Enski boltinn

Rooney spilar mögulega á morgun | Fletcher byrjar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Wayne Rooney muni mögulega koma við sögu þegar að Manchester United mætir Newcastle í ensku deildabikarkeppninni annað kvöld.

Rooney hefur verið frá keppni í einn mánuð en hann fékk afar slæman skurð í lærið í leik gegn Fulham. Skurðurinn náði inn að beini og munaði afar litlu að slagæð hefði farið í sundur.

Endurhæfing Rooney hefur gengið vel og er hann byrjaður að æfa á ný. Óvíst er hvort að Alex Ferguson treysti honum til að spila á morgun en ljóst er að það er stutt í að hann geti klætt sig aftur í rauða búninginn.

Ferguson hefur staðfest að Darren Fletcher, sem lék sinn fyrsta leik í tíu mánuði um helgina, verði í byrjunarliði United gegn Newcastle. Fletcher hefur verið að glíma við sáraristilbólgu og var um tíma óttast að ferli hans væri lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×