Enski boltinn

Gerrard: Dómarar ekki sanngjarnir gagnvart Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard og Glen Johnson, leikmenn Liverpool, telja að sóknarmaðurinn Luis Suarez fái ekki sanngjarna meðhöndlum hjá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool-menn vildu fá víti í leiknum gegn Manchester United um helgina en þá virtist Jonny Evans brjóta á Suarez. Mark Halsay, dómari leiksins, dæmd hins vegar ekki neitt. United vann leikinn, 2-1.

Suarez hefur ekki fengið vítaspyrnu síðan í leik Liverpool gegn Arsenal í mars á þessu ári en hann hefur það orðspor á sér að fiska víti og aukaspyrnur óheiðarlega.

„Það eru dómararnir sem taka þessar ákvarðanir. Það virðist ekki skipta máli þó svo að um greinilega vítaspyrnu sé að ræða - Luis fær aldrei víti," sagði Gerrard.

„Dómararnir mega ekki láta fortíðina hafa áhrif á sig og gleyma hvaða leikmaður á í hlut," sagði Johnson og bar áðurnefnt atvik saman við vítaspyrnuna sem United fékk í leiknum. Þá dæmdi Halsey vítaspyrnu eftir að Antonio Valencia féll í teignum en United skoraði sigumark leiksins úr vítaspyrnunni.

„Orðspor leikmanna virðist hafa áhrif. Valencia fékk vítið vegna þess að hann er ekki þekktur fyrir að láta sig detta. Ég get nánast lofað því að ef Luis hefði verið í nákvæmlega sömu aðstæðum hefði hann ekki fengið vítaspyrnuna," bætti Johnson við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×