Enski boltinn

Rodgers: Verðum að skjóta til að skora

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur verið ánægður með spilamennsku sinna manna í flestum leikjum liðsins á tímabilinu til þessa en vill að hans menn verði grimmari fyrir framan mark andstæðingsins.

Liverpool tapaði fyrir Manchester United, 2-1, um helgina en var manni færri í stórum hluta leiksins vegna brottvísunar Jonjo Shelvey. Liverpool spilaði samt vel í leiknum og komst yfir.

Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk í fimm deildarleikjum til þessa. „Við verðum að skjóta meira á markið. Það hefur ekkert að segja að spila vel ef það verður til þess að við skorum ekki fleiri mörk," sagði Rodgers.

„Menn verða að skjóta til þess að skora og við vitum að það er eitthvað sem við þurfum að bæta okkur í."

Liverpool ætlaði að kaupa sóknarmann áður en lokað var á félagskipti í haust en það tókst ekki. „Við verðum að láta það duga sem við erum með þangað til í janúar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×