Tilkynnir leka til lögreglu - íhugar lögbannskröfu á Kastljósið 25. september 2012 13:07 Sveinn Arason ríkisendurskoðandi á fundi fjárlaganefndar. mynd/ grv. Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Þetta kom fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis með Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda. Í Kastljósi í gær var fjallað um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi. Sveinn sagðist jafnframt taka ábyrgð á því hversu lengi hefði dregist að skýrsla Ríkisendurskoðunar um málið yrði kláruð. Hann sagðist ekki vita hvenær skýrslan yrði tilbúin. Þá segist Sveinn hafa rætt við forstjóra fjársýslunnar um það hvort fara eigi fram á lögbann á umfjöllun sem Kastljósið hefur boðað í kvöld með framhaldi á málinu. Í yfirlýsingu sem Ríkisendurskoðun sendi frá sér í gær segir að umrætt vinnuplagg sé trúnaðargagn sem komið hafi verið með ólögmætum hætti til Kastljóss. Plaggið hafi ekki verið sent formlega til hlutaðeigandi aðila til andmæla. Villur, rangfærslur og misskilningur sem plaggið kann að innihalda hafiþví ekki verið leiðrétt. Þá benti Ríkisendurskoðun á að þeir aðilar sem athuganir stofnunarinnar beinast að hafi rétt til að andmæla frumniðurstöðum stofnunarinnar. Stofnunin fari ávallt vandlega yfir slík andmæli áður en gengið er frá endanlegri skýrslu og taki afstöðu til þess að hvaða marki tekið verði tillit til þeirra. Með umfjöllun Kastljóss hafi hlutaðeigandi aðilar í reynd verið sviptir þessum andmælarétti. Iðulega breytist drög að skýrslum sem Ríkisendurskoðun hefur í smíðum í kjölfar andmæla. Jafnvel séu dæmi um að slík vinnuplögg taki stakkaskiptum á lokastigum vinnslu. Það er því beinlínis rangt að leggja umrætt plagg að jöfnu við fullgerða skýrslu. Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Þetta kom fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis með Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda. Í Kastljósi í gær var fjallað um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi. Sveinn sagðist jafnframt taka ábyrgð á því hversu lengi hefði dregist að skýrsla Ríkisendurskoðunar um málið yrði kláruð. Hann sagðist ekki vita hvenær skýrslan yrði tilbúin. Þá segist Sveinn hafa rætt við forstjóra fjársýslunnar um það hvort fara eigi fram á lögbann á umfjöllun sem Kastljósið hefur boðað í kvöld með framhaldi á málinu. Í yfirlýsingu sem Ríkisendurskoðun sendi frá sér í gær segir að umrætt vinnuplagg sé trúnaðargagn sem komið hafi verið með ólögmætum hætti til Kastljóss. Plaggið hafi ekki verið sent formlega til hlutaðeigandi aðila til andmæla. Villur, rangfærslur og misskilningur sem plaggið kann að innihalda hafiþví ekki verið leiðrétt. Þá benti Ríkisendurskoðun á að þeir aðilar sem athuganir stofnunarinnar beinast að hafi rétt til að andmæla frumniðurstöðum stofnunarinnar. Stofnunin fari ávallt vandlega yfir slík andmæli áður en gengið er frá endanlegri skýrslu og taki afstöðu til þess að hvaða marki tekið verði tillit til þeirra. Með umfjöllun Kastljóss hafi hlutaðeigandi aðilar í reynd verið sviptir þessum andmælarétti. Iðulega breytist drög að skýrslum sem Ríkisendurskoðun hefur í smíðum í kjölfar andmæla. Jafnvel séu dæmi um að slík vinnuplögg taki stakkaskiptum á lokastigum vinnslu. Það er því beinlínis rangt að leggja umrætt plagg að jöfnu við fullgerða skýrslu.
Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira