Þjóðverjinn Miroslav Klose á von á háttvísisverðlaunum eftir að hafa sýnt af sér fádæma hátterni í leik Napoli og Lazio í kvöld.
Klose, sem leikur með Lazio, skoraði þá mark sem var dæmt löglegt. Hann notaði þó hendina til þess að skora, sagði dómaranum frá því sem í kjölfarið dæmdi markið af. Hann spjaldaði þó ekki leikmanninn.
Lazio tapaði leiknum 3-0 þannig að mark Klose hefði líklega ekki dugað.
Birkir Bjarnason lék ekki fyrir Pescara sem vann fínan heimasigur á Palermo.
Pressunni var síðan létt af Massimiliano Allegri, þjálfara AC Milan, er liðið vann loksins leik í kvöld. Hinn 19 ára gamli El Shaarawy skoraði bæði mörk Milan í leiknum.
Úrslit kvöldsins:
Pescara-Palermo 1-0
AC Milan-Cagliari 2-0
Roma-Sampdoria 1-1
Catania-Atalanta 2-1
Chievo-Inter 0-2
Genoa-Parma 1-1
Napoli-Lazio 3-0
Torino-Udinese 0-0
Fótbolti