Innlent

Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að hætta í stjórnmálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að láta af embætti í lok kjörtímabilsins og formennsku í Samfylkingunni á næsta landsfundi. Þetta segir hún í tölvupósti til samflokksmanna sinna. Í tölvupóstinum fer Jóhanna yfir kjörtímabilið sem brátt er á enda, úrslit síðustu kosninga og hvað áunnist hefur í efnahagsmálum.

„En allt hefur sinn tíma, líka minn tími í stjórnmálum sem orðinn er langur og viðburðaríkur. Nú tel ég tímabært að aðrir taki við keflinu sem mér var falið í kjölfar hrunsins. Að loknu þessu kjörtímabili hef ég því ákveðið að láta af þátttöku í stjórnmálum. Þetta vildi ég upplýsa um, nú þegar líður að skipan framboðslista og undirbúnings landsfundar Samfylkingarinnar um leið og ég þakka af heilum hug það ómetanlega traust og þann mikla stuðning, sem ég hef notið á liðnum árum," segir Jóhanna í tölvupóstinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×