Fótbolti

Stórsigur hjá Malmö í Meistaradeildinni

Sara Björk.
Sara Björk.
Íslendingaliðið Malmö er komið með annan fótinn í sextán liða úrslit í Meistaradeild kvenna eftir öruggan útisigur í Ungverjalandi í kvöld.

Malmö lagði þá MTK Búdapest, 0-4, og skoraði Katrine Veje tvö mörk og þær Anja Mittag og Anna Welin eitt.

Þóra B. Helgadóttir stóð í marki Malmö og Sara Björk Gunnarsdóttir lék í 82 mínútur fyrir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×