Enski boltinn

Ferguson: Terry ætti að láta þetta gott heita

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að það borgi sig ekki endilega fyrir John Terry að berjast við enska knattspyrnusambandið um dóminn sem hann fékk í gær.

Terry var dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand í leik í október í fyrra. Ástæða þess að málið var tekið fyrir fyrst nú í vikunni var að Terry þurfti að svara til saka í almennum dómstólum í sumar.

Þar var hann sýknaður en þar sem agamál í enska knattspyrnusambandinu eru tekin á öðrum forsendum var Terry fundinn sekur um athæfði og honum refsað samkvæmt því.

„Þetta er nú orðið mjög langt ferli," sagði Ferguson. „Staðreyndin er sú að hann fékk fjögurra leikja bann. Hann getur íhugað hvort það sé ekki vægur dómur þar sem að Luis Suarez [leikmaður Liverpool] fékk átta leikja bann. Það er tímabært fyrir Terry og knattspyrnuheiminn sjálfan að skilja við þetta mál."

Suarez var fundinn sekur um kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra, leikmann Manchester United, í fyrra með fyrrgreindum afleiðingum. Suarez áfrýjaði ekki niðurstöðunni en Terry mun nú vera að íhuga hvort hann eigi að íhuga sínum dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×