Enski boltinn

Stjórnarformaður PSG: Launakröfur Tevez voru fáranlegar

Þó svo franska félagið virðist geta greitt nánast hvað sem er í laun þá blöskruðu forráðamönnum félagsins launakröfur Argentínumannsins Carlos Tevez.

Þetta var í janúar þegar Tevez virtist ekki eiga neina framtíð fyrir sér hjá félaginu. Þá reyndi PSG að kaupa leikmanninn.

"Kaupin gengu ekki upp af því hann vildi ekki koma. Málið var að við vildum ekki greiða launin sem hann vildi fá," sagði Nasser Al-Khelafi, stjórnarformaður PSG.

"Hann vildi koma. Það er ekki rétt að við greiðum of há laun. Tevez vildi einfaldlega fá of mikið og það er andstætt stefnu félagsins að greiða allt of há laun."

Þó svo Al-Khelafi sé ítrekað að halda þessu fram eru ekki margir sem trúa orðum hans. Sérstaklega þar sem vitað er að Zlatan Ibrahimovic er að fá stjarnfræðilega há laun frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×