Fótbolti

Stuðningsmaður Zenit setti mynd af Hulk á sprengju

Það vakti talsverða athygli þegar Brasilíumaðurinn Hulk ákvað að semja við Zenit St. Petersburg í Rússlandi á meðan öll stærstu félög Evrópu voru til í að kaupa hann.

Honum hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel að aðlagast aðstæðum í Rússlandi fyrstu vikurnar. Stuðningsmenn eru ekki kátir með frammistöðu hans í fyrstu leikjunum og sprengja með mynd af Hulk fannst fyrir utan æfingasvæði félagsins um daginn.

"Það mun taka sinn tíma að aðlagast breyttum aðstæðum. Það hjálpar heldur ekki til að ég skil ekkert í rússnesku," sagði Hulk sem er þrátt fyrir allt jákvæður.

"Það er góð stemning í liðinu og ég er ánægður hérna. Það eru allir af vilja gerðir og ég mun gera mitt besta til þess að gleðja félagið og endurgreiða fyrir traustið sem ég hef fengið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×