Fótbolti

Stefán skoraði í Belgíu | Fyrsti sigur Arnars og félaga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Gíslason var á skotskónum fyrir lið sitt, Leuven, þegar að liðið vann 5-2 sigur á Waasland-Beveren í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Stefán kom sínum mönnum í 2-1 með marki á 60. mínútu en sigur Leuven reyndist á endanum öruggur. Með sigrinum komst Leuven upp í sjöunda sæti deildarinnar en liðið er með ellefu stig eftir níu leiki.

Cercle Brugge, lið Arnars Þórs Viðarssonar, hefur ekki gengið vel í upphafi leiktíðar en vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið hafði betur gegn Charleroi, 1-0.

Arnar Þór lék allan leikinn með Cercle Brugge sem er þó enn í botnsæti deildarinnar en nú með fjögur stig eftir níu leiki. Þess má geta að sigurmark Cercle Brugge kom í blálok leiksins.

Þá kom Ólafur Ingi Skúlason inn á sem varamaður þegar að lið hans, Zulte-Waregem, hafði betur gegn Lierse, 4-1. Zulte-Waregem er í fjórða sæti deildarinnar með sextán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×