Enski boltinn

Lloris ætlar að funda með Villas-Boas

Franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris er nýkominn til Tottenham og þegar hefur verið mikið drama í kringum hann þar sem ekki er útlit fyrir að hann verði markvörður númer eitt hjá félaginu. Ekki strax í það minnsta.

Brad Friedel hefur verið að spila vel fyrir Spurs og það er því erfitt fyrir stjórann, Andre Villas-Boas, að henda Kananum aldna á tréverkið.

Á móti kemur að Lloris er almennt talinn vera einn besti markvörður heims og líklega erfitt að geyma slíkan mann á bekknum. Líka af því hann á að vera framtíðarmarkv0rður liðsins.

Lloris viðurkennir að hafa áhyggjur af málinu og hefur beðið um fund með stjóranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×