Enski boltinn

Spurs ekki búið að gefast upp á Moutinho

Þó svo forráðamenn Tottenham séu ósáttir við kollega sína hjá Porto vegna þess að salan á Moutinho gekk ekki í gegn í síðasta mánuði hafa þeir ekki gefist upp á leikmanninum.

Spurs er sagt ætla að gera aðra atlögu að því að kaupa miðjumanninn í janúar en þá ætlar félagið samt ekki að reiða fram þær 30 milljónir punda sem félagið var til í að greiða núna.

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, er mikill aðdáandi Moutinho og segir hann vera hinn fullkomna arftaka Luka Modric sem er farinn til Real Madrid.

Það verður samt ekki auðvelt að fá leikmanninn þá enda er Porto búið að selja Hulk og er ekki spennt fyrir því að missa fleiri lykilmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×