Fótbolti

Cahill eða Jagielka mun leysa Terry af hólmi

Roy Hodgson.
Roy Hodgson.
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur greint frá því að hann muni aðeins gera eina breytingu á byrjunarliði sínum í leiknum gegn Úkraínu annað kvöld.

England valtaði yfir Moldóva, 5-0, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á föstudag og því ekki ástæða til að breyta miklu.

John Terry meiddist aftur á móti í leiknum og það mun koma í hlut Gary Cahill eða Phil Jagielka eða leysa Terry af hólmi.

"Mér fannst liðið vera frábært í vörn og sókn gegn Moldavíu. Ég sé því ekki ástæðu til þess að breyta neinu nema því sem við verðum að breyta núna," sagði Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×