Fótbolti

Levein reiður út í skoska fjölmiðla

Levein áhyggjufullur í leiknum á föstudag.
Levein áhyggjufullur í leiknum á föstudag.
Skoski landsliðsþjálfarinn, Craig Levein, er allt annað en sáttur við skoska fjölmiðla eftir að þeir fóru mikinn eftir fyrsta leik liðsins í undankeppni HM. Honum lauk með markalausu jafntefli.

Stuðningsmenn skoska liðsins bauluðu á sína menn eftir leikinn og leikmenn fengu síðan að heyra það hraustlega í blöðunum.

"Það er brjálæði að tala um það hvort við komumst áfram eða ekki eftir einn leik. Það á enn eftir að spila um 27 stig. Það fer frekar mikið í taugarnar á mér hversu ofsafengin viðbrögðin voru í blöðunum," sagði Levein.

"Við erum mjög jákvæðir gagnvart því sem við erum að gera og eigum enn góða möguleika á því að standa okkur. Það verður samt að vera meiri jákvæðni í kringum liðið.

"Við erum stundum að glíma við neikvæða strauma að óþörfu. Ef liðið, stuðningsmenn og fjölmiðlar hjálpast að þá verður allt svo mikið auðveldara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×