Fótbolti

Crouch var ekki til í að vera til taks fyrir EM

Crouch fagnar hér með Stoke.
Crouch fagnar hér með Stoke.
Framherjinn Peter Crouch hefur verið að kvarta yfir því að vera ekki í enska landsliðinu en hann verður ekki valinn fyrr en þjálfarinn telur hann vera nógu góðan.

Landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson er þess utan ekki ánægður með leikmanninn eftir að hann neitaði að vera til taks fyrir EM í sumar.

"Hann vildi ekki vera með nema hann væri í 23 manna hópnum. Ég ætla því ekki að fá hann á bekkinn. Hann kemur ekki aftur inn í hópinn fyrr en ég tel hann vera nógu góðan," sagði Hodgson sem er augljóslega ekki hrifinn af viðhorfi Crouch.

Framherjinn hefur skorað 22 mörk í 42 leikjum með enska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×