Enski boltinn

Barton: Apinn í mér tók yfir

Barton er hér að ganga af göflunum í leiknum. Nýbúinn að sparka í Aguero.
Barton er hér að ganga af göflunum í leiknum. Nýbúinn að sparka í Aguero.
Joey Barton er enn að tala um uppákomuna ótrúlegu í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Þá missti hann algjörlega stjórn á sér í leik gegn Man. City og var í kjölfarið dæmdur í 12 leikja bann.

Hann hefur í kjölfarið verið lánaður til Marseille í Frakklandi þar sem hann vonast til þess að ná sér á strik á nýjan leik.

"Ég olli sjálfum mér miklum vonbrigðum í mikilvægum leik. Við gátum fallið og ég var fyrirliði QPR. Það er mikið fjallað um mig í fjölmiðlum og ég hefði fengið mikinn skít ef liðið hefði fallið," sagði Barton.

"Ég var farinn að heyra það hressilega á Twitter og pressan var farin að byggjast upp fyrir leikinn. Ég höndlaði þá stöðu ekki vel.

"Innri apinn í mér tekur ekki vel á óréttlæti og bregst of snemma við. Þegar ég horfi á þessa uppákomu í dag þá er eins og þetta sé ekki ég. Ég get ekki ímyndað mér hvað ég var að hugsa. Ég verð að læra af þessu. Ég vil ekki vera þessi maður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×