Enski boltinn

Ferguson hefur ekki lengur trú á Anderson

Fjölmiðlar greina frá því í dag að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sé búinn að missa trúna og þolinmæðina gagnvart brasilíska miðjumanninum Anderson. Hann sé því til í að selja hann.

Anderson hefur verið mikið meiddur og svo á Ferguson að vera ósáttur við hversu litlum framförum hann hefur tekið síðan hann kom frá Porto.

Anderson kom til félagsins árið 2007 og er orðinn 24 ára gamall. Hann spilaði aðeins tíu leiki í deildinni síðasta vetur.

United er talið geta fengið um 15 milljónir punda fyrir leikmanninn. Benfica og Tottenham eru sögð vera á meðal þeirra liða sem hafa áhuga á leikmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×