Enski boltinn

Benitez: Ég var bankastjóri en ekki knattspyrnustjóri

Benitez fagnar með Inter.
Benitez fagnar með Inter.
Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, virðist enn vera sár út í eigendur Liverpool - Tom Hicks og George Gillett - sem ráku hann úr starfi á sínum tíma. Hann sendir þeim tóninn í nýrri bók sinni sem heitir "Champions League Dreams."

Þar talar Benitez meðal annars um að eigendurnir hafi staðið í vegi fyrir því að Liverpool keypti Stefan Jovetic frá Fiorentina árið 2010.

Benitez segist þess utan hafa verið meiri bankastjóri en knattspyrnustjóri hjá félaginu. Hann segist aldrei hafa fengið þá peninga sem hann þurfti.

"Það var nánast ómögulegt að starfa á leikmannamarkaðnum. Maðurinn sem átti að styðja við Torres var Jovetic og við töldum okkur þess utan hafa pening til þess að kaupa annan varnarmann," segir Benitez í bókinni.

"Hefðum við fengið þessa peninga og þá menn sem við vildum þá hefðum við getað keppt við Man. Utd af fullri alvöru. Peningarnir voru aftur á móti farnir. Liðið fékk að gjalda fyrir þennan missi. Þetta átti að vera okkar ár en í staðinn var þetta erfið brekka allt tímabilið.

"Allar ákvarðanir sem voru teknir á mínu sjötta ári hjá Liverpool voru til að gleðja bankann og ég var orðinn bankastjóri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×