Öll úrslitin í undankeppni HM í kvöld - Serbar fóru illa með Wales Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2012 16:45 Serbar fóru illa með Wales í undankeppni HM í kvöld og Hollendingar, Rússar, Bosníumenn og Svartfellingar unnu einnig örugga sigra í sínum leikjum. Vísir hefur tekið saman öll úrslit kvöldsins en fjölmargir leikir fóru þá fram út um alla Evrópu. Serbar unnu 6-1 sigur á Wales en Wales-liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Sex leikmenn skoruðu fyrir Serbíu og þar á meðal voru þeir Aleksandar Kolarov hjá Manchester City og Branislav Ivanovic hjá Chelsea. Belgar og Króatar gerðu 1-1 jafntefli í sama riðli sem þýddi að Serbía er í toppsæti riðilsins. Mattia Destro og Federico Peluso skoruðu í upphafi og lok leiks þegar Ítalir unnu Möltumenn 2-0 en Búlgarir unnu 1-0 sigur á Armeníu í hinum leik riðilsins. Þjóðverjar máttu þakka fyrir 2-1 sigur í Austurríki þrátt fyrir að hafa komist 2-0 yfir með mörkum Marco Reus og Mesut Özil. Austurríkismenn sóttu mikið á lokakafla leiksins og fengu færi til þess að jafna metin. Svíar unnu 2-0 skyldusigur á Kasakstan í sínum fyrsta leik í undankeppninni. Rasmus Elm kom þeim í 1-0 á 37. mínútu en seinna markið skoraði varamaðurinn Marcus Berg í lokin. Rúmenía og Holland eru með fullt hús í D-riðli eftir örugga sigra í kvöld. Rúmenar unnu 4-0 heimasigur á Andorra en Holland vann 4-1 útisigur á Ungverjalandi þar sem PSV-maðurinn Jeremain Lens skoraði tvö mörk. Klaas-Jan Huntelaar kom inn á fyrir Robin van Persie og innsiglaði sigurinn. Rússar og Portúgalir unnu örugga sigra í F-riðli. Rússland vann 4-0 sigur í Ísrael en Portúgal vann Aserbaídsjan 3-0 á heimavelli. Cristiano Ronaldo skoraði ekki en lagði upp annað markið fyrir Hélder Postiga. Silvestre Varela og Bruno Alves skoruðu hin mörkin. Edin Dzeko skoraði síðasta mark Bosníumanna í 4-1 heimasigri á Lettum en Grikkir unnu Litháa 2-0 á sama tíma. Bosnía og Grikkland hafa því unnið tvo fyrstu leiki sína í G-riðli en Bosníumenn hafa skoraði 12 mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Svartfellingar eru efstir í riðli Englendinga eftir 6-0 útisigur á San Marínó í kvöld en Svartfjallaland, England og Pólland hafa öll fjögur stig eftir tvo leiki. Pólverjar unnu 2-0 heimasigur á Moldavíu í kvöld. Roberto Soldado tryggði Heimsmeisturum Spánar 1-0 sigur í Georgíu og Frakkar unnu 3-1 heimasigur á Hvít-Rússum. Frakkar hafa fullt hús eftir tvo leiki en þetta var fyrsti leikur Spánverja. Úrslitin úr leikjum kvöldsins í undankeppni HM 2014:A-riðillSerbía-Wales 6-1 1-0 Aleksandar Kolarov (16.), 2-0 Zoran Tosic (24.), 2-1 Gareth Bale (31.), 3-1 Filip Djuricic (39.), 4-1 Dusan Tadic (55.), 5-1 Branislav Ivanovic (80.), 6-1 Miralem Sulejmani (90.)Belgía-Króatía 1-1 0-1 Ivan Perišić (6.), 1-1 Guillaume Gillet (45.)Skotland-Makedónía 1-1 0-1 Nikolce Noveski (11.), 1-1 Kenny Miller (43.)B-riðillBúlgaría-Armenía 1-0Ítalía-Malta 2-0 1-0 Mattia Destro (5.), 2-0 Federico Peluso (90.)C-riðillSvíþjóð-Kasakstan 2-0 1-0 Rasmus Elm (37.), 2-0 Marcus Berg (90.)Austurríki-Þýskaland 1-2 0-1 Marco Reus (44.), 0-2 Mesut Özil, víti (52.), 1-2 Zlatko Junuzovic (57.)D-riðillRúmenía-Andorra 4-0Tyrkland-Eistland 3-0Ungverjaland-Holland 1-4 1-0 Jeremain Lens (4.), 1-1 Balazs Dzsudzsak (7.), 1-2 Bruno Martins Indi (19.), 1-3 Jeremain Lens (53.), 1-4 Klaas-Jan Huntelaar (74.)E-riðillKýpur-Ísland 1-0 1-0 Konstantinos Makridis (57.)Noregur-Slóvenía 2-1 0-1 Marko Suler (16.), 1-1 Markus Henriksen (26.), 2-1 John Arne Riise, víti (90.)Sviss-Albanía 2-0 1-0 Xherdan Shaqiri (22.), 2-0 Gökhan Inler (68.)F-riðillÍsrael-Rússland 0-4Norður-Írland-Lúxemborg 1-1Portúgal-Aserbaídsjan 3-0 1-0 Silvestre Varela (64.), 2-0 Hélder Postiga (85.), 3-0 Bruno Alves (88.)G-riðillBosnía-Lettland 4-0Slóvakía-Liechtenstein 2-0Grikkland-Litháen 2-0H-riðillSan Marinó-Svartfjallaland 0-6Pólland-Moldóvía 2-0England-Úkraína 1-1 0-1 Yevheniy Konoplyanka (38.), 1-1 Frank Lampard, víti (86.)I-riðillGeorgía-Spánn 0-1 0-1 Roberto Soldado (86.)Frakkland-Hvíta-Rússland 3-1 1-0 Etienne Capoue (49.), 2-0 Christophe Jallet (68.), 2-1 Oleg Poutilo (72.), 3-1 Franck Ribéry (80.). HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira
Serbar fóru illa með Wales í undankeppni HM í kvöld og Hollendingar, Rússar, Bosníumenn og Svartfellingar unnu einnig örugga sigra í sínum leikjum. Vísir hefur tekið saman öll úrslit kvöldsins en fjölmargir leikir fóru þá fram út um alla Evrópu. Serbar unnu 6-1 sigur á Wales en Wales-liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Sex leikmenn skoruðu fyrir Serbíu og þar á meðal voru þeir Aleksandar Kolarov hjá Manchester City og Branislav Ivanovic hjá Chelsea. Belgar og Króatar gerðu 1-1 jafntefli í sama riðli sem þýddi að Serbía er í toppsæti riðilsins. Mattia Destro og Federico Peluso skoruðu í upphafi og lok leiks þegar Ítalir unnu Möltumenn 2-0 en Búlgarir unnu 1-0 sigur á Armeníu í hinum leik riðilsins. Þjóðverjar máttu þakka fyrir 2-1 sigur í Austurríki þrátt fyrir að hafa komist 2-0 yfir með mörkum Marco Reus og Mesut Özil. Austurríkismenn sóttu mikið á lokakafla leiksins og fengu færi til þess að jafna metin. Svíar unnu 2-0 skyldusigur á Kasakstan í sínum fyrsta leik í undankeppninni. Rasmus Elm kom þeim í 1-0 á 37. mínútu en seinna markið skoraði varamaðurinn Marcus Berg í lokin. Rúmenía og Holland eru með fullt hús í D-riðli eftir örugga sigra í kvöld. Rúmenar unnu 4-0 heimasigur á Andorra en Holland vann 4-1 útisigur á Ungverjalandi þar sem PSV-maðurinn Jeremain Lens skoraði tvö mörk. Klaas-Jan Huntelaar kom inn á fyrir Robin van Persie og innsiglaði sigurinn. Rússar og Portúgalir unnu örugga sigra í F-riðli. Rússland vann 4-0 sigur í Ísrael en Portúgal vann Aserbaídsjan 3-0 á heimavelli. Cristiano Ronaldo skoraði ekki en lagði upp annað markið fyrir Hélder Postiga. Silvestre Varela og Bruno Alves skoruðu hin mörkin. Edin Dzeko skoraði síðasta mark Bosníumanna í 4-1 heimasigri á Lettum en Grikkir unnu Litháa 2-0 á sama tíma. Bosnía og Grikkland hafa því unnið tvo fyrstu leiki sína í G-riðli en Bosníumenn hafa skoraði 12 mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Svartfellingar eru efstir í riðli Englendinga eftir 6-0 útisigur á San Marínó í kvöld en Svartfjallaland, England og Pólland hafa öll fjögur stig eftir tvo leiki. Pólverjar unnu 2-0 heimasigur á Moldavíu í kvöld. Roberto Soldado tryggði Heimsmeisturum Spánar 1-0 sigur í Georgíu og Frakkar unnu 3-1 heimasigur á Hvít-Rússum. Frakkar hafa fullt hús eftir tvo leiki en þetta var fyrsti leikur Spánverja. Úrslitin úr leikjum kvöldsins í undankeppni HM 2014:A-riðillSerbía-Wales 6-1 1-0 Aleksandar Kolarov (16.), 2-0 Zoran Tosic (24.), 2-1 Gareth Bale (31.), 3-1 Filip Djuricic (39.), 4-1 Dusan Tadic (55.), 5-1 Branislav Ivanovic (80.), 6-1 Miralem Sulejmani (90.)Belgía-Króatía 1-1 0-1 Ivan Perišić (6.), 1-1 Guillaume Gillet (45.)Skotland-Makedónía 1-1 0-1 Nikolce Noveski (11.), 1-1 Kenny Miller (43.)B-riðillBúlgaría-Armenía 1-0Ítalía-Malta 2-0 1-0 Mattia Destro (5.), 2-0 Federico Peluso (90.)C-riðillSvíþjóð-Kasakstan 2-0 1-0 Rasmus Elm (37.), 2-0 Marcus Berg (90.)Austurríki-Þýskaland 1-2 0-1 Marco Reus (44.), 0-2 Mesut Özil, víti (52.), 1-2 Zlatko Junuzovic (57.)D-riðillRúmenía-Andorra 4-0Tyrkland-Eistland 3-0Ungverjaland-Holland 1-4 1-0 Jeremain Lens (4.), 1-1 Balazs Dzsudzsak (7.), 1-2 Bruno Martins Indi (19.), 1-3 Jeremain Lens (53.), 1-4 Klaas-Jan Huntelaar (74.)E-riðillKýpur-Ísland 1-0 1-0 Konstantinos Makridis (57.)Noregur-Slóvenía 2-1 0-1 Marko Suler (16.), 1-1 Markus Henriksen (26.), 2-1 John Arne Riise, víti (90.)Sviss-Albanía 2-0 1-0 Xherdan Shaqiri (22.), 2-0 Gökhan Inler (68.)F-riðillÍsrael-Rússland 0-4Norður-Írland-Lúxemborg 1-1Portúgal-Aserbaídsjan 3-0 1-0 Silvestre Varela (64.), 2-0 Hélder Postiga (85.), 3-0 Bruno Alves (88.)G-riðillBosnía-Lettland 4-0Slóvakía-Liechtenstein 2-0Grikkland-Litháen 2-0H-riðillSan Marinó-Svartfjallaland 0-6Pólland-Moldóvía 2-0England-Úkraína 1-1 0-1 Yevheniy Konoplyanka (38.), 1-1 Frank Lampard, víti (86.)I-riðillGeorgía-Spánn 0-1 0-1 Roberto Soldado (86.)Frakkland-Hvíta-Rússland 3-1 1-0 Etienne Capoue (49.), 2-0 Christophe Jallet (68.), 2-1 Oleg Poutilo (72.), 3-1 Franck Ribéry (80.).
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira