Fótbolti

Skoska liðið var aftur baulað af velli

Craig Levein.
Craig Levein.
Eins og svo oft áður gengur brösuglega hjá Skotum. Skoska liðið byrjaði undankeppni HM 2014 á tveimur jafnteflum á heimavelli.

Skoska liðið var baulað af velli eftir markalaust jafntefli gegn Serbum á föstudag og í gær varð liðið að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Makedóníu. Aftur var liðið baulað af velli.

Þjálfarinn, Craig Levein, er þó ekki að fara á taugum og lítur á björtu hliðarnar.

"Þetta er erfitt starf en mér finnst liðið stefna í rétta átt. Þessi úrslit voru auðvitað ákveðin vonbrigði. Staðan í riðlinum er samt þannig að þrjú lið eru með fjögur stig og við erum með tvö. Þetta er ekki búið," sagði Levein.

"Við vitum ekki fyrr en í lok keppninnar hvað séu góð stig og hvað eru slæm stig. Við verðum að bíða og sjá þó svo þessi úrslit hafi verið örlítil vonbrigði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×