Enski boltinn

Redknapp bíður eftir rétta starfinu

Lífið lék við knattspyrnustjórann Harry Redknapp síðasta vetur. Hann var á flugi með Tottenham og sterklega orðaður við enska landsliðið. Í dag hefur hann ekkert að gera.

Knattspyrnulíf Redknapp hrundi fljótt til grunna. Hann var ekki ráðinn landsliðsþjálfari og skömmu síðar var hann rekinn frá Tottenham en allt fór í handaskol hjá liðinu eftir að byrjað var að orða Redknapp við landsliðið.

Tímarnir breytast hratt í boltanum og nú mælir Redknapp göturnar og bíður eftir nýju starfi.

"Ég er rólegur og mun ekki taka neinu tilboði nema það henti mér vel. Ég mun gefa svo allt í starfið," sagði hinn 65 ára gamli Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×