Enski boltinn

Tilboð á leiðinni frá Juventus í Walcott

Ítölsku meistararnir í Juventus eru enn að skoða Theo Walcott, leikmann Arsenal, og er talið líklegt að félagið geri 10 milljón punda tilboð í leikmanninn í janúar.

Walcott er á sínu síðasta samningsári við Arsenal en hann hafnaði samningstilboð félagsins sem hljóðaði upp á 75 þúsund punda vikulaun. Walcott vildi fá 100 þúsund en það var Arsenal ekki til í að greiða.

Janúar verður væntanlega lokatækifæri fyrir Arsenal að fá einhvern pening fyrir enska landsliðsmanninn því ekki er líklegt að hann skrifi undir nýjan samning miðað við óbreytt ástand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×