Enski boltinn

Wenger fær nýjan samning hjá Arsenal

Arsenal hefur alls ekki gefist upp á Arsene Wenger þó svo titlarnir séu ekki að koma í hús. Arsenal ætlar nú að bjóða Wenger nýjan samning en núverandi samningur rennur út árið 2014.

Orðrómar hafa verið í gangi um að Wenger myndi hætta með liðið þegar samningstímanum lyki. Þeir orðrómar virðast ekki eiga við rök að styðjast.

"Þetta snýst ekki um tilfinningar eða að verðlauna hann fyrir sína þjónustu. Við höfum einfaldlega trú á okkar ótrúlega knattspyrnustjóra og efumst ekki um að hann sé rétti maðurinn til þess að stýra liðinu áfram," sagði Ivan Gazidis, stjórnarformaður Arsenal.

"Okkur líst mjög vel á hvert liðið stefnir. Við vonum að Arsene vilji halda áfram að leiða þetta lið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×