Fótbolti

Savage: Velska liðið er aðhlátursefni

Ætli Savage hlæji líka að þessum klæðnaði?
Ætli Savage hlæji líka að þessum klæðnaði?
Fyrrum miðjumaður velska landsliðsins, Robbie Savage, sparar ekki stóru orðin í garð fyrrum félaga sinna í landsliðinu. Hann segir þá vera hlægilega.

Wales tapaði 6-1 gegn Serbíu í Novi Sad sem var versta tap liðsins frá 1996. Þá tapaði liðið 7-1 gegn Hollandi.

Wales er í neðsta sæti síns riðils eftir tap gegn Serbum og svo Belgíu í fyrstu leikjum sínum í undankeppni HM.

"Við förum til Serbíu og vitum að við munum tapa. Liðið stóð sig ágætlega með tíu menn á vellinum gegn Belgíu en að tapa svona stórt í Serbíu er neyðarlegt," sagði Savage.

"Mér fannst liðið vera hrikalega lélegt og minnti mann á þá daga er það var aðhlátursefni allra. Það er ekki gott."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×