Enski boltinn

Cahill: Er á byrjunarreit með landsliðinu

Miðvörður Chelsea, Gary Cahill, viðurkennir að hann sé aftur kominn á byrjunarreit eftir mikið mótlæti síðustu mánuði. Hann missti af EM í sumar eftir að hann kjálkabrotnaði og hann hefur í kjölfarið dottið niður goggunarröðina hjá landsliðinu.

"Mér líður eins og ég sé á byrjunarreit með landsliðinu. Fyrir síðustu tvo leiki gerði ég mér ekki grein fyrir hvað meiðslin í sumar höfðu mikil áhrif á mína stöðu í landsliðinu," sagði Cahill.

"Í lok síðasta tímabils var ég kominn í liðið og byrjaði flesta leiki. Ég taldi mig verða í lykilhlutverki á EM en meiðslin breyttu öllu fyrir mig. Ég var ekki hissa en vonsvikinn að fá ekki að spila gegn Úkraínu. Mér finnst ég vera að missa allt úr höndunum í augnablikinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×