Enski boltinn

Moutinho: Upp með mér yfir áhuga Tottenham

Portúgalski miðjumaðurinn Joao Moutinho segist vera upp með sér yfir áhuga Tottenham á sér enda sé Andre Villas-Boas einn besti þjálfari Evrópu að hans mati.

Spurs reyndi stíft að kaupa leikmanninn í lok félagaskiptagluggans en hafði ekki erindi sem erfiði.

"Ég er ekki að hugsa um Tottenham núna þó svo ég hafi verið upp með mér yfir áhuga þeirra. Sérstaklega þar sem ég ber mikla virðingu fyrir stjóranum sem mér finnst vera einn sá besti í Evrópu," sagði Moutinho.

"Félagaskiptaglugginn er lokaður og nú er ég bara að hugsa um Porto. Ég vil helst ekki tala um eitthvað sem gæti og gæti ekki gerst. Porto færir mér tækifæri til þess að sýna hæfileika mína. Ég get ekki talað um annað nema það breytist eitthvað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×