Enski boltinn

Leikmenn Chelsea og QPR munu líklega ekki heilsast fyrir leik

Ferdinand og Terry í leiknum umtalaða.
Ferdinand og Terry í leiknum umtalaða.
Það er taugatitringur fyrir leik Chelsea og QPR um helgina enda búist við enn einni handabandsuppákomuna. Að þessu sinni milli Anton Ferdinand og John Terry.

Ferdinand ásakaði Terry um kynþáttaníð í leik liðanna á síðustu leiktíð og endaði það mál fyrir almennum dómstólum. Terry var sýknaður þar.

Enska knattspyrnusambandið er enn með málið inn á sínu borði og er beðið niðurstöðu þar.

Ferdinand ætlar ekki að taka í hönd Terry fyrir leikinn og almennt er talið að liðin vilji ekki takast í hendur. Félögin hafa verið á því að gáfulegast væri að sleppa athöfninni algjörlega.

Ferdinand hefur heldur ekki áhuga á að heilsa Ashley Cole sem bar vitni fyrir hönd Terry í málinu.

Félögin hafa verið að ræða málið upp á síðkastið með aðstoð enska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×