Enski boltinn

Santos gæti verið hent í steininn

Santos hér í leik með Arsenal.
Santos hér í leik með Arsenal.
Svo gæti farið að Brasilíumanninum hjá Arsenal, Andre Santos, verði stungið í steininn en búið er að kæra hann fyrir afar háskalegan akstur.

Santos keyrði bæði allt of hratt og sinnti svo ekki stöðvunarskyldu lögreglu er hún keyrði á eftir honum.

Slíkt er litið afar alvarlegum augum og hámarksrefsing er fangelsisvist.

Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í lok þessa mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×