Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - FH 2-2 | FH Íslandsmeistari Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 16. september 2012 00:01 FH og Stjarnan skildu jöfn 2-2 á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld en með úrslitunum tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 2012. Frábær árangur hjá Fimleikafélaginu sem tryggir sér titilinn þremur umferðum fyrir mótslok. Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins í kvöld en FH-ingar svöruðu um hæl. Atli Guðnason tryggði FH-ingum í raun Íslandsmeistaratitilinn tíu mínútum fyrir leiklok þegar hann kom gestunum yfir með laglegu marki. Stjarnan náði aftur á móti að jafna metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma og smá stress kom yfir FH-inga í nokkrar sekúndur áður en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði til leiksloka. Leikurinn hófst með miklum látum og bæði lið sóttu strax af krafti. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins tíu mínútna leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, skoraði frábært mark með skoti rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir Gunnleif í markinu. FH-ingar létu markið ekki slá sig útaf laginu og jöfnuðu metin aðeins fjórum mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason skoraði mark með skalla eftir fína hornspyrnu frá Birni Daníel Sverrissyni. Eftir jöfnunarmarkið róaðist leikurinn töluvert og var staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og liðin voru ekki klár í slaginn. Það gerðist fátt fyrstu 30 mínútur hálfleiksins og stefndi allt í jafntefli. FH-ingar voru ekki á sama máli og skoruðu annað mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok. Atli Guðnason skoraði frábært mark eftir góða stungusendingu frá Viktori Erni Guðmundssyni. Íslandsmeistaratitillinn í húsi við markið og allt ætlaði að verða vitlaust á Samsung-vellinum í Garðabænum. Mark Doninger jafnaði metin rétt fyrir leikslok með skoti af stuttu færi í autt markið. Smá spenna kom allt í einu upp í Garðabænum en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði fljótlega til leiksloka eftir markið. Leiknum lauk með jafntefli Fimleikafélagsins og Stjörnunnar og FH orðið Íslandsmeistari. Guðjón Árni: Alveg sama hvernig leikurinn fór, við erum meistarar„Þetta er frábær tilfinning að vera orðin Íslandsmeistari," sagði Guðjón Árni Antoníusson, leikmaður FH, eftir leikinn. „Við ætluðum auðvitað að vinna leikinn í kvöld en manni er í raun alveg sama núna, þetta er búið að við erum meistarar". „Við vorum aftur á móti ekki góðir í kvöld og í raun var spilamennska okkur ömurleg. Mér fannst leikurinn einhvern veginn bara líða áfram en það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að skora annað markið, það kláraði leikinn í raun."Hægt að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Björn Daníel: Bjóst ekki við því að mótið myndi klárast svona snemma„Þetta var rosalega erfiður leikur og maður er alveg búinn á því," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Það er virkilega þægilegt að vera búnir að klára þetta þegar þrjár umferðir eru eftir og við getum farið aðeins rólegir inn í næstu leiki, haft gaman af hlutunum og spilað skemmtilegan fótbolta". „Ég bjóst alltaf við því að við yrðum Íslandsmeistara en það kemur mér á óvart að vera búnir að tryggja okkur titilinn svona löngu fyrir mótslok, hélt kannski að við myndum berjast um dolluna alveg fram í lokaumferðina."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Atli Guðnason: Liðheildin skilar okkur þessum titli„Það er mikil liðsheild í þessu liði og það er að skila okkur þessum Íslandsmeistaratitli," sagði Atli Guðnason, leikmaður FH, eftir að liðið hafði tryggt sér titilinn stóra. „Það hefði verið skemmtilegra að vinna leikinn hérna í lokin og leiðinlegt að fá þetta jöfnunarmark á okkur, en við er Íslandsmeistarar og það er gríðarlega gaman". „Það var gaman að sjá boltann í netinu en ég setti hann bara milli lappana á markverðinu, alveg eins og á að gera þetta," sagði Atli Guðnason, markaskorari FH, eftir sigurinn í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
FH og Stjarnan skildu jöfn 2-2 á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld en með úrslitunum tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 2012. Frábær árangur hjá Fimleikafélaginu sem tryggir sér titilinn þremur umferðum fyrir mótslok. Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins í kvöld en FH-ingar svöruðu um hæl. Atli Guðnason tryggði FH-ingum í raun Íslandsmeistaratitilinn tíu mínútum fyrir leiklok þegar hann kom gestunum yfir með laglegu marki. Stjarnan náði aftur á móti að jafna metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma og smá stress kom yfir FH-inga í nokkrar sekúndur áður en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði til leiksloka. Leikurinn hófst með miklum látum og bæði lið sóttu strax af krafti. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins tíu mínútna leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, skoraði frábært mark með skoti rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir Gunnleif í markinu. FH-ingar létu markið ekki slá sig útaf laginu og jöfnuðu metin aðeins fjórum mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason skoraði mark með skalla eftir fína hornspyrnu frá Birni Daníel Sverrissyni. Eftir jöfnunarmarkið róaðist leikurinn töluvert og var staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og liðin voru ekki klár í slaginn. Það gerðist fátt fyrstu 30 mínútur hálfleiksins og stefndi allt í jafntefli. FH-ingar voru ekki á sama máli og skoruðu annað mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok. Atli Guðnason skoraði frábært mark eftir góða stungusendingu frá Viktori Erni Guðmundssyni. Íslandsmeistaratitillinn í húsi við markið og allt ætlaði að verða vitlaust á Samsung-vellinum í Garðabænum. Mark Doninger jafnaði metin rétt fyrir leikslok með skoti af stuttu færi í autt markið. Smá spenna kom allt í einu upp í Garðabænum en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði fljótlega til leiksloka eftir markið. Leiknum lauk með jafntefli Fimleikafélagsins og Stjörnunnar og FH orðið Íslandsmeistari. Guðjón Árni: Alveg sama hvernig leikurinn fór, við erum meistarar„Þetta er frábær tilfinning að vera orðin Íslandsmeistari," sagði Guðjón Árni Antoníusson, leikmaður FH, eftir leikinn. „Við ætluðum auðvitað að vinna leikinn í kvöld en manni er í raun alveg sama núna, þetta er búið að við erum meistarar". „Við vorum aftur á móti ekki góðir í kvöld og í raun var spilamennska okkur ömurleg. Mér fannst leikurinn einhvern veginn bara líða áfram en það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að skora annað markið, það kláraði leikinn í raun."Hægt að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Björn Daníel: Bjóst ekki við því að mótið myndi klárast svona snemma„Þetta var rosalega erfiður leikur og maður er alveg búinn á því," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Það er virkilega þægilegt að vera búnir að klára þetta þegar þrjár umferðir eru eftir og við getum farið aðeins rólegir inn í næstu leiki, haft gaman af hlutunum og spilað skemmtilegan fótbolta". „Ég bjóst alltaf við því að við yrðum Íslandsmeistara en það kemur mér á óvart að vera búnir að tryggja okkur titilinn svona löngu fyrir mótslok, hélt kannski að við myndum berjast um dolluna alveg fram í lokaumferðina."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Atli Guðnason: Liðheildin skilar okkur þessum titli„Það er mikil liðsheild í þessu liði og það er að skila okkur þessum Íslandsmeistaratitli," sagði Atli Guðnason, leikmaður FH, eftir að liðið hafði tryggt sér titilinn stóra. „Það hefði verið skemmtilegra að vinna leikinn hérna í lokin og leiðinlegt að fá þetta jöfnunarmark á okkur, en við er Íslandsmeistarar og það er gríðarlega gaman". „Það var gaman að sjá boltann í netinu en ég setti hann bara milli lappana á markverðinu, alveg eins og á að gera þetta," sagði Atli Guðnason, markaskorari FH, eftir sigurinn í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira